Svartur dagur í sögu Akranesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00