Allar spá þær Snæfelli og Keflavík í úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stjörnukonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Snæfellingurinn Berglind Gunnarsdóttur brugðu á leik með nýja bikarinn sem nú verður keppt um í fyrsta sinn. Báðar voru þær valdar í úrvalslið seinni hlutans. vísir/eyþór Róðurinn verður þungur fyrir félögin tvö sem stíga í vikunni sín fyrstu spor í úrslitakeppni kvenna ef marka má þá sjö leikmenn Domino’s-deildar kvenna sem Fréttablaðið leitaði til. Spámannahópurinn er sammála um það að Snæfell og Keflavík spili til úrslita um titilinn í ár og allar nema tvær spá því að Snæfellsliðið verði Íslandsmeistari.Snæfellsstelpur fá nú tækifæri til að gera það sem engu kvennaliði hefur tekist áður í sögu úrslitakeppninnar sem er að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Snæfell vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2014 og hefur ekki sleppt honum síðan. Heimavöllurinn hefur gegnt þar stóru hlutverki og þar hefur Snæfellsliðið unnið alla þrettán leiki sína í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. Það þarf að breytast ætli lið að ná titlinum úr Hólminum. Lið Skallagríms og Stjörnunnar eru bæði að skrifa sögu síns félags með því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Þetta eru nýliðar deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hafa bæði lið aukið fjölbreytni flórunnar í kvennakörfunni með metnaðarfullri uppbyggingu kvennaliða sinna. Nú eru þær mættar á stærsta sviðið en í vegi fyrir þeim standa tvö sigursælustu kvennalið síðustu ára.Spámenn Fréttablaðsins hafa miklu meiri trú á fastagestum úrslitakeppninnar síðustu ár, Íslandsmeisturum Snæfells og bikarmeisturum Keflavíkur. Það er líka margt með þeim. Þau eru tvö efstu liðin í deildinni, bæði með heimavallarréttinn í sínum einvígum og hafa spilað best eftir áramót. Þau hafa líka bæði unnið 4 af 5 deildar- og bikarleikjum gegn mótherjum sínum í úrslitakeppni. Sería Snæfells og Stjörnunnar hefst í Stykkishólmi í kvöld en á morgun tekur Keflavík síðan á móti Skallagrími. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum 365. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Róðurinn verður þungur fyrir félögin tvö sem stíga í vikunni sín fyrstu spor í úrslitakeppni kvenna ef marka má þá sjö leikmenn Domino’s-deildar kvenna sem Fréttablaðið leitaði til. Spámannahópurinn er sammála um það að Snæfell og Keflavík spili til úrslita um titilinn í ár og allar nema tvær spá því að Snæfellsliðið verði Íslandsmeistari.Snæfellsstelpur fá nú tækifæri til að gera það sem engu kvennaliði hefur tekist áður í sögu úrslitakeppninnar sem er að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð. Snæfell vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 2014 og hefur ekki sleppt honum síðan. Heimavöllurinn hefur gegnt þar stóru hlutverki og þar hefur Snæfellsliðið unnið alla þrettán leiki sína í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. Það þarf að breytast ætli lið að ná titlinum úr Hólminum. Lið Skallagríms og Stjörnunnar eru bæði að skrifa sögu síns félags með því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Þetta eru nýliðar deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hafa bæði lið aukið fjölbreytni flórunnar í kvennakörfunni með metnaðarfullri uppbyggingu kvennaliða sinna. Nú eru þær mættar á stærsta sviðið en í vegi fyrir þeim standa tvö sigursælustu kvennalið síðustu ára.Spámenn Fréttablaðsins hafa miklu meiri trú á fastagestum úrslitakeppninnar síðustu ár, Íslandsmeisturum Snæfells og bikarmeisturum Keflavíkur. Það er líka margt með þeim. Þau eru tvö efstu liðin í deildinni, bæði með heimavallarréttinn í sínum einvígum og hafa spilað best eftir áramót. Þau hafa líka bæði unnið 4 af 5 deildar- og bikarleikjum gegn mótherjum sínum í úrslitakeppni. Sería Snæfells og Stjörnunnar hefst í Stykkishólmi í kvöld en á morgun tekur Keflavík síðan á móti Skallagrími. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum 365.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum