„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 13:58 Verksmiðja United Silicon er afar umdeilt. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“ Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“
Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17
United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00