Undir lok viðtalsins var Gunnar spurður út í æfingafélaga sinn og stórvin, Conor McGregor. Skærasta stjarna UFC er í fríi þessa dagana að bíða eftir sínu fyrsta barni en hann og Gunnar hafa margsinnis æft saman.
Þáttastjórnandinn Luke Thomas vildi endilega vita hversu þung höggin hjá Conor eru með vinstri höndinni sem eru hans helsta vopn. Þeir eru nokkrir sem hafa legið steinrotaðir í gólfinu eftir að smakka á einni vinstri frá írska vélbyssukjaftinum.
„Hann er með ótrúlegan kraft en það sem er mikilvægara en hversu nákvæmur hann er með vinstri og tímasetningarnar á höggunum.“
„Hann getur slegið úr öllum stöðum, hvort sem hann er að bakka af mönnum eða ganga í þá. Hann býr til allskonar högg með vinstri sem er rosalegt vopn,“ segir Gunnar Nelson.
Hljóðbútinn má heyra hér að neðan.