Sjá einnig:Undradrengurinn lyfjaður á Instagram
Það yrði langstærsti bardagi Gunnars á ferlinum en hinn 34 ára gamli Thompson er í fyrsta sæti styrkleikalistans á eftir meistaranum Tyrone Woodley. Hann er búinn að tapa tveimur bardögum í röð fyrir meistaranum og þarf að velja næsta bardaga vel.
Kavanagh vill að þessir tveir karatamenn veltivigtarinnar í UFC skeri úr um hvor er karaterstrákurinn. Báðir hafa bakgrunn úr karate og nokkuð áhugaverðan bardagastíl.
Whats next for gunni? How about this summer we find out who the real karate kid is in the @ufc ? #GunnivWonderboy pic.twitter.com/mvffhFSKWi
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) March 19, 2017
„Við höfum báðir bakgrunn úr karate en samt nokkuð ólíkan stíl. Það er allavega mín skoðun miðað við það sem ég hef séð af honum og vitandi hvernig minn stíll er. Við erum mjög ólíkir. Ég væri mjög spenntur fyrir þessum bardaga,“ segir Gunnar Nelson.
Gunnar er búinn að vinna tvo bardaga í röð í UFC en stóð í stað á styrkleikalistanum þar sem hann er áfram í níunda sæti. Það yrði stórt stökk að fá núna efsta manninn á styrkleikalistanum en það væri vissulega safarík viðureign.