Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 11:42 Atvikið á að hafa gerst á lögreglustöðinni Hverfisgötu 16. maí 2016. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka sé til af atvikinu. vísir/gva Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði. Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem ákærður er fyrir brot í starfi fór offari og gætti ekki lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu og fyrir dómara, segir í ákæru yfir manninum. Hann er sakaður um að hafa beitt fangann ofbeldi með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á hnakka, ökkla og rifbeini. Í ákærunni segir að lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafi handjárnað fangann fyrir framan búk, tekið um hálsmálið á peysu hans, ýtt honum upp að vegg og tekið hann niður í gólfið. Þá hafi hann sett hægra hné sitt á bringu fangans, haldið enn um peysu hans við hálsmál og skellt höfði hans tvisvar í gólfið. Jafnframt segir að lögreglumaðurinn hafi ógnað fanganum með því að halda krepptum hnefa sínum framan við andlit hans og því næst dregið hann, með því að halda í föt hans, út fangaganginn og að lyftu í fangageymslu. Fanginn hlaut af þessu blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla og grunur var um riftbrot á einu rifi vinstra megin. Hann krefst tveggja milljóna króna úr hendi lögreglumannsins í skaðabætur. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í maí í fyrra í fangelsinu á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrr í þessum mánuði. Heimildir fréttastofu herma að myndbandsupptaka úr eftirlitsmyndavél sýni atvikið vel. Rannsókn málsins er á forræði héraðssaksóknara, en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði.
Tengdar fréttir Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12 Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Lögregluþjóninum vikið frá störfum Er grunaður um að hafa beitt einstakling í haldi ofbeldi. 17. mars 2017 17:12
Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. 16. mars 2017 18:30