Rússlandsstjórn sakar stjórnarandstæðinga um lögbrot og að hvetja til ofbeldis Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2017 10:56 Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu í gær. Vísir/AFP Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stjórnarandstæðinga í landinu um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu og víðar í gær. Þeim hefur nú flestum verið sleppt eftir að hafa verið gert að greiða sekt. Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir ljóst að einhverjum ungum mótmælendum hafi heitið endurgreiðslu fjárhæðar, kæmi til þess að þeir fengju sekt fyrir mótmæli sín. Peskov sagði þó að hlustað yrði á skilaboð mótmælenda sem ekki hafi gerst brotlegir við lög. Leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, Alexei Navalny, var í hópi hinna handteknu og var hann leiddur fyrir rétt í morgun. Þar ítrekaði hann spillingarásakanir sínar á hendur forsætisráðherranum Dmitri Medvedev. Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum sem þeir saka um spillingu. Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa fordæmt fjöldahandtökurnar og segja mótmælendur hafa fullan rétt til að lýsa yfir óánægju með stjórnvöld með þessum hætti. Í frétt BBC kemur fram að mótmæli gærdagsins séu þau fjölmennustu í landinu frá mótmælunum 2011 og 2012. Navalny hvatti til mótmæla eftir að hann sagði Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans hefðu á engan hátt getað staðið straum af því öllu. Tengdar fréttir Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50 Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa sakað stjórnarandstæðinga í landinu um að hvetja til lögbrota og ofbeldis. Á annað þúsund mótmælenda voru handteknir í Moskvu og víðar í gær. Þeim hefur nú flestum verið sleppt eftir að hafa verið gert að greiða sekt. Dmitri Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, segir ljóst að einhverjum ungum mótmælendum hafi heitið endurgreiðslu fjárhæðar, kæmi til þess að þeir fengju sekt fyrir mótmæli sín. Peskov sagði þó að hlustað yrði á skilaboð mótmælenda sem ekki hafi gerst brotlegir við lög. Leiðtogi stjórnarandstöðu landsins, Alexei Navalny, var í hópi hinna handteknu og var hann leiddur fyrir rétt í morgun. Þar ítrekaði hann spillingarásakanir sínar á hendur forsætisráðherranum Dmitri Medvedev. Mikill fjöldi fólks kom saman í Moskvu, Pétursborg, Vladivostok, Novosibirsk, Tomsk og fleiri borgum á sunnudag til að mótmæla forsætisráðherranum sem þeir saka um spillingu. Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa fordæmt fjöldahandtökurnar og segja mótmælendur hafa fullan rétt til að lýsa yfir óánægju með stjórnvöld með þessum hætti. Í frétt BBC kemur fram að mótmæli gærdagsins séu þau fjölmennustu í landinu frá mótmælunum 2011 og 2012. Navalny hvatti til mótmæla eftir að hann sagði Medvedev eiga glæsihýsi, snekkjur og vínekrur og að opinber laun hans hefðu á engan hátt getað staðið straum af því öllu.
Tengdar fréttir Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50 Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. 26. mars 2017 22:50
Rússneskir stjórnarandstæðingar handteknir Ríkissjónvarp Rússlands þegir þunnu hljóði um mótmæli gegn spillingu innan ríkisstjórnar Vladimírs Pútín sem fóru fram víða um landið í dag. 26. mars 2017 12:10