HB Grandi dregur úr landvinnslu: „Staðfestir þann ótta sem maður hefur haft“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2017 10:24 Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, mun funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. „Þetta svo sem staðfestir þann ótta sem maður hefur haft að undanförnu. Við munum alveg klárlega bregðast við þessu. Það er alveg ljóst að hér er um gríðarlega mikla hagsmuni fyrir okkur – það starfa 102 konur við landvinnsluna á Akranesi og í heildina eru þetta í kringum 150 manns, þannig að við þurfum að kalla eftir skýringum á hvað þetta þýðir,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningunni segir að árið 2016 hafi verið unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af hafi verið keypt fjögur þúsund tonn af ufsa og þorski í öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Vilhjálmur sagðist fyrir helgi óttast það að óveðursský væru að hrannast upp í atvinnumálum Akurnesinga, og að ef áhyggjur hans reynist á rökum reistar verði því svarað af fullri hörku. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum HB Granda vegna málsins.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira