Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 22:50 Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu. Fréttaskýrendur segja mótmælin beinast einna helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Meðal þeirra handteknu er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aleksei Navalny, sem var handtekinn í Moskvu þar sem þúsundur höfðu komið saman í stærstu mótmælum í landinu í 5 ár. Mótmælin í höfuðborginni voru í formi friðsællar kröfugöngu meðfram aðalverslunargötu borgarinnar. Var það gert til að koma í veg fyrir að lög um samkomur yrðu brotin en rússneska lögreglan hefur lagaheimild til að skerast í leikinn ef hún telur of stóran kyrrstæðan hóp hafa safnast saman. Sambærileg mótmæli fóru fram í um 99 borgum allt landið, allt frá Vladivostok í austri til Kaliningrad í vestri, að sögn skipuleggjenda.Mótmæli sem þessi fátíð Öll nema 17 þessara mótmæla hafa yfirvöld sagt vera ólögleg. Í Moskvu reyndu einhverjir mótmælendur að hefta för lögreglubifreiða sem varð til þess að þyrlur og óeirðarsveitir voru ræstar út. Þrátt fyrir margar harkalegar handtökur segja miðlar vestanhafs, en rússnesku ríkismiðlarnir fjalla lítið um málið í dag, að vinnubrögð lögreglunnar hafi verið að mestu verið eftir bókinni. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan árið 2012 en mótmæli gegn stjórnvöldum, sérstaklega ef þau beinast gegn Pútín sjálfum, eru afar fátíð í landinu. Navalny hefur lengi verið harður gagnrýnandi forsetans og var hann handtekinn sem fyrr segir í höfuðborginni í dag. Fjölmargir mótmælendur reyndu að losa hann úr haldi lögreglunnar en á Twitter-síðu sinni í dag segir Navalny að honum líði vel og að skoðanasystkin hans ættu að halda mótmælunum áfram. Skipuleggjendum mótmælanna og lögreglu ber ekki saman um fjölda þeirra sem handteknir voru í dag. Lögreglan segir þá vera um 500 talsins en mótmælendur segja þá vera minnst tvöfalt fleiri. Hér að neðan má sjá myndbönd frá mótmælunum í dag.Площадь Восстания используется по назначению! #ДимонОтветит #ОнНамНеДимон #Навальный2018 pic.twitter.com/qDoaQRzkEx— desetfree (@desetfree) March 26, 2017 Петербург сегодня. Люди пришли и готовы предъявлять власти жёсткие политические требования pic.twitter.com/sNpNRdLEQN— Andrey Pivovarov (@brewerov) March 26, 2017
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira