Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Vaðlaheiðargöng eru talin drena hluta Vaðlaheiðar. vísir/auðunn Gerð Vaðlaheiðarganga olli því að bæjarlækurinn við Nes í Fnjóskadal þornaði upp með þeim afleiðingum að rafstöð sem ábúendur jarðarinnar nýttu til upphitunar og lýsingar varð óvirk. Vaðlaheiðargöng buðust til að borga tengingu við rafmagn og hitaveitu. Bærinn Nes stendur rétt norðan við gangamunna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Bæjarlækurinn kemur úr Vaðlaheiðinni og hefur séð bænum fyrir nægu vatni til framleiðslu á rafmagni til bæði kyndingar og lýsingar. Bærinn var því ekki tengdur við hitaveitu eða rafmagn og því ærið verkefni að koma því í rétt horf eftir að rennslið minnkaði. „Þann 23. október 2015 minnkaði rennslið í ánni sem kemur úr Vaðlaheiðinni svo mikið að ekki var hægt að framleiða rafmagn til húshitunar,“ segir Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir, bóndi í Nesi. „Eftir að vatn fór að flæða inn í göngin Fnjóskadalsmegin hætti nærri rennslið hjá okkur. Þetta var nokkuð högg fyrir okkur og við stóðum í viðræðum við Vaðlaheiðargöng í rúmt ár til að fá lausn á málinu.“ Valgeir Bergmann segir það rétt að á einhverjum tímapunkti í greftrinum hafi vatn í læknum snarminnkað. Hins vegar töldu Vaðlaheiðargöng sig ekki bera skaðabótaskyldu vegna breytinga á vatnsflæði úr Vaðlaheiðinni. „Til að koma til móts við ábúendur buðum við þeim að tengja þá við rafmagn og hitaveitu og að við myndum greiða kostnaðinn við það. Sú varð niðurstaðan og við teljum málinu lokið,“ segir Valgeir. „Í því felst ekki einhvers konar samþykki fyrir því að vinna okkar hafi valdið þessu.“ Sigurlína segist ekki par sátt. „Þetta er niðurstaðan en ég er ekkert endilega sátt við hana. Það er dýrt að vera með lögfræðinga í vinnu og því ákváðum við að sættast á þessa stöðu. Í stað þess að vera sjálfum okkur nóg þurfum við að kaupa rafmagn og heitt vatn á um 50 þúsund krónur á mánuði,“ segir Sigurlína. „Það er ágætis upphæð og kostnaður sem við þurftum ekki að reiða af hendi áður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Gerð Vaðlaheiðarganga olli því að bæjarlækurinn við Nes í Fnjóskadal þornaði upp með þeim afleiðingum að rafstöð sem ábúendur jarðarinnar nýttu til upphitunar og lýsingar varð óvirk. Vaðlaheiðargöng buðust til að borga tengingu við rafmagn og hitaveitu. Bærinn Nes stendur rétt norðan við gangamunna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Bæjarlækurinn kemur úr Vaðlaheiðinni og hefur séð bænum fyrir nægu vatni til framleiðslu á rafmagni til bæði kyndingar og lýsingar. Bærinn var því ekki tengdur við hitaveitu eða rafmagn og því ærið verkefni að koma því í rétt horf eftir að rennslið minnkaði. „Þann 23. október 2015 minnkaði rennslið í ánni sem kemur úr Vaðlaheiðinni svo mikið að ekki var hægt að framleiða rafmagn til húshitunar,“ segir Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir, bóndi í Nesi. „Eftir að vatn fór að flæða inn í göngin Fnjóskadalsmegin hætti nærri rennslið hjá okkur. Þetta var nokkuð högg fyrir okkur og við stóðum í viðræðum við Vaðlaheiðargöng í rúmt ár til að fá lausn á málinu.“ Valgeir Bergmann segir það rétt að á einhverjum tímapunkti í greftrinum hafi vatn í læknum snarminnkað. Hins vegar töldu Vaðlaheiðargöng sig ekki bera skaðabótaskyldu vegna breytinga á vatnsflæði úr Vaðlaheiðinni. „Til að koma til móts við ábúendur buðum við þeim að tengja þá við rafmagn og hitaveitu og að við myndum greiða kostnaðinn við það. Sú varð niðurstaðan og við teljum málinu lokið,“ segir Valgeir. „Í því felst ekki einhvers konar samþykki fyrir því að vinna okkar hafi valdið þessu.“ Sigurlína segist ekki par sátt. „Þetta er niðurstaðan en ég er ekkert endilega sátt við hana. Það er dýrt að vera með lögfræðinga í vinnu og því ákváðum við að sættast á þessa stöðu. Í stað þess að vera sjálfum okkur nóg þurfum við að kaupa rafmagn og heitt vatn á um 50 þúsund krónur á mánuði,“ segir Sigurlína. „Það er ágætis upphæð og kostnaður sem við þurftum ekki að reiða af hendi áður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira