Leikjavísir

Endurgerður Starcraft kemur út í sumar

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard tilkynnti nú í morgun útgáfu endurgerðar af hinum klassíska Starcraft frá árinu 1998. Leikurinn verður gefinn út í 4K upplausn, öll grafík verður uppfærð og leikurinn mun styðja spilun í breiðskjám. Þá verður tónlist og hljóð leiksins einnig uppfærð.

Starcraft Remastered kemur út í sumar.

Þrátt fyrir ýmsar breytingar ætlar Blizzard að viðhalda spiluninni í sinni upprunalegu mynd. Óhætt er að segja að Starcraft hafi gjörbreytt hernaðarkænskuleikjum eins og þeir þekktust og lagt línurnar fyrir leikina eins og við þekkjum þá í dag.

Endurútgáfan mun innihalda upprunalega leikinn og viðaukana Brood War.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.