Lífið

Íslandsferð Leðurblökumannsins í fyrirúmi í nýrri stiklu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ný stikla fyrir kvikmyndina Justice League hefur litið dagsins ljós.

Kvikmyndin var að hluta til tekin hér á landi, til að mynda í Djúpavík á Ströndum, en upphafsatriði þessarar nýju stiklu er einmitt frá Íslandi.

Í því má sjá Leðurblökumanninn, sem leikinn er af Ben Affleck, ferðast um fjöll og firnindi og tala um yfirvofandi árás. Hann var meðal þeirra sem sótti landið heim við gerð myndarinnar á síðasta ári en talið er að kostnaðurinn við tökurnar hér hafi numið um hálfum milljarði. Mikið umstang var á Djúpavík og sagði sjónarvottur við Vísi að um 200 húsbílar hefðu verið á svæðinu á sínum tíma.

Sjá einnig: Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströngum vegna Justice League

Justice League-gengið samanstendur af Batman, Superman, Aquaman, Wonder Woman, Flash og Cyborg og er hluti af ofurhetjuheimi DC-Comics. Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. vonast til að geta náð sömu vinsældum með þetta ofurhetjuteymi líkt og Marvel hefur náð með Avengers.

Áður hafa hafa komið út myndirnar Man of Steel, sem fjallaði bara um Superman, og Batman v Superman: Dawn of Justice. Í þeirri mynd bættust Batman og WonderWoman í hópinn ásamt því að sýnt var frá Aquaman, Cyborg og The Flash.

Gert er ráð fyrir því að myndin verið frumsýnd undir lok þessa árs.

Nýju stikluna má sjá hér að ofan en þá fyrstu, sem meðal annars skartar Ingvari E. Sigurssyni, má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.