Utangarðsmenn gera þarfir sínar í garð nágrannanna: „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2017 19:45 Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Íbúar við Lindargötu í Reykjavík eru margir hverjir ósáttir við við gistiskýli fyrir utangarðsmenn sem er í götunni. Áttatíu og sex ára gömul kona segist vera hrædd við að fara ein út eftir að utangarðsmaður ógnaði henni. Mennirnir séu með læti og geri þarfir sínar í garða nágrannanna. Við Lindargötu 48 rekur Reykjavíkurborg gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Gistiskýlið er opið alla daga frá klukkan fimm til klukkan tíu að morgni næsta dags. Nágrannar gistiskýlisins sem fréttastofa ræddi við erum margir hverjir ósáttir við gang mála. Þeir segja að þegar útigangsmennirnir fari út á morgnanna hangi þeir í hverfinu allan daginn þar sem þeir eigi ekki í nein hús að vernda. Þar geri þeir þarfir sínar í garða hjá fólki, séu með læti og stundum komi fyrir að þeir ógni nágrönnum. Elín Magnúsardóttir, er ein þeirra sem er afar ósátt við ástandið. Hún er 86 ára og á íbúð við Lindargötu 59. „Mönnunum er hent út á morgnanna og þeir eru að leita sér að skjóli allstaðar og þar á meðal hérna. Þetta eru 10 og upp í 20 menn sem eru stundum. Af því að það er búið að taka í mig svona þá er ég logandi hrædd,“ segir Elín og er að vísa í atvik sem átti sér stað fyrir nokkru þegar hún var á leið heim til sín. „Ég fékk bara sjokk. Hann tekur með báðum höndum í mig og ég lem hann bara og lem og hann sleppir þá. Ég hleyp heim og skelli hurðinni en ég er nú ekki vera vön að skella hurðum. Mér fannst hann alltaf vera á eftir mér,“ segir Elín. Málið hefur verið rætt í velferðarráði Reykjavíkurborgar. Þá er tillaga á vefnum Betri Reykjavík um að flytja gistiskýlið af Lindargötu. Elín vill að borgin bregðist við hið snarasta. „Það vantar skýli fyrir þá. Þetta eru veikir menn upp til hópa og þeir þurfa skýli. Það sýnir sig, þeir hanga þarna, svo þegar það kemur rigning eða eitthvað þá hlaupa þér inn í bílageymslurnar,“ segir Elín. Tengdasonur Elínar, Rúnar Geirmundsson, segir fráleitt að íbúar í kring um gistiskýlið þurfi að sætta sig við ástandið. Málið hafi verið rætt á fundi húsfélagins. „Það eru flest allar konurnar hérna hræddar við að fara einar þarna upp eftir. Ég hef haft samband við, bæði borgarstjóra og líkavelferðarsviðið, og þau hafa sagt mér að þau kannist við þetta og kannist við þessar áhyggjur og í fleiri húsum hérna í kring og séu að vinna í því,“ segir Rúnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira