Fábrotið námsval í grunnskólum - hefur það áhrif? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2017 13:09 Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun