Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter 25. mars 2017 10:00 Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira