Svipmynd Markaðarins: Formaður VR nýbyrjaður á Friends og Twitter 25. mars 2017 10:00 Ragnar Þór Ingólfsson, nýr formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson er nýr formaður VR en hann er fæddur og uppalinn Breiðhyltingur. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og var sölustjóri hjá Erninum frá 1992 til 2016. Ragnar hefur setið í stjórn VR frá árinu 2009 og kom það sama ár að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá er hann stjórnarmaður í Lauf Forks, einn af stofnendum Reykjavík Bacon Festival og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Án efa það að vera kosinn formaður VR með eins afgerandi hætti og raunin varð og finna fyrir þessum ótrúlega stuðningi úti í samfélaginu. Einnig að hafa samþykkt gæludýr inn á heimilið og horfa á Friends sem ég hafði ekki gert áður.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook- og Messenger-öppin og var að byrja á Twitter. Ég stefni á að byrja á Instagram fyrir áramót og Snapchat fyrir dymbilviku 2018. Tek eitt app í einu.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Fyrir utan að skrifa um þjóðfélagsmálin og vera með fjölskyldu og vinum veit ég fátt skemmtilegra en að hjóla og ferðast innan lands sem utan. Ég reyni að komast á skíði eftir því sem tími og veður leyfir. Ég er trommuleikari og hefur tónlistin átt stóran þátt í lífi mínu og ég veit fátt betra en að telja í með góðum vinum og losna þannig við amstur dagsins. Hvernig heldur þú þér í formi? Á veturna spila ég fótbolta tvisvar í viku og hjóla heima á trainer. Á sumrin og haustin eyði ég mestum tíma á hjólinu. Ég set mér markmið fyrir hvert ár, í fyrra hjólaði ég 300 km í kringum Vättern í Svíþjóð en í ár verða hjólamarkmiðin innanlands eins og Bláalónsþrautin, Gullhringurinn og Vesturgatan.Hvernig tónlist hlustar þú á? Pink Floyd og Bítlarnir eru í uppáhaldi. Þessa dagana er ég að hlusta á Dire Straits plötuna Brothers in Arms sem kemur mér alltaf niður þegar álag er mikið. Depeche Mode líka en búið er að bóka miða á tónleika með góðum vinum í sumar. Tónlistarsmekkurinn spannar frá klassík og djassi yfir í þungarokk og allt þar á milli.Ertu í draumastarfi þínu? Ég lauk 25 ára starfsferli hjá Reiðhjólaversluninni Erninum fyrir skemmstu og starfaði þar með frábæru og hörkuduglegu sómafólki. Starfið sem ég er að taka við er einnig sannkallað draumastarf. Að fá að starfa við áhugamál sín og ástríðu eru algjör forréttindi sem ég hef borið gæfu til að njóta hingað til.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira