Innlent

Stórhríð gengur yfir landið sunnan- og vestanvert: Óveðrið nær hámarki rétt fyrir miðnætti

Birgir Olgeirsson skrifar
Leiðindaveður er á landinu sunnan- og vestanverðu sem nær hámarki rétt fyrir miðnætti
Leiðindaveður er á landinu sunnan- og vestanverðu sem nær hámarki rétt fyrir miðnætti Vísir/GVA
Nú er suðvestan stormur á Suður- og Vesturlandi og fer veður enn versnandi að sögn veðurfræðings. Það mun ná hámarki fyrir miðnætti og verður þannig fram eftir nóttu. Búast má við því að veður fari ekki skánandi að ráði fyrr en í fyrramálið og er fólki ráðlagt frá því að vera á ferðinni að nauðsynjalausu.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er hálka og stórhríð á Hellisheiði, éljagangur er á Suðurlandi og mjög víða á Suðurlandi.

Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingur á Þröskuldum.

Veðrið var svo slæmt á höfuðborgarsvæðinu á leikur fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum var flautaður af eftir 70 mínútuna leika en í þessari frétt má sjá myndir af héluðum leikmönnum.

Veðurstofan spáði suðvestan átt í kvöld, 18 - 25 metrum á sekúndu, og hefur sú spá gengið eftir. Er éljagangur með þessu og því stormél eins og það er kallað.

Fram á laugardag er útlit fyrir að lengst af verði hvassviðri eða stormur á landinu. Skiptist á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum.


Tengdar fréttir

Flautað af í Úlfarsárdal | Myndband

Það var snarvitlaust veður á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem gerði það að verkum að leikur Fram og Breiðabliks í Lengjubikarnum var flautaður af eftir 70 mínútna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×