Innlent

Alvarlegt slys á Grundartanga

Sveinn Arnarsson skrifar
Norðurál lítur málið alvarlegum augum
Norðurál lítur málið alvarlegum augum vísir/vilhelm
Starfsmaður Norðuráls á Grundar­tanga slasaðist alvarlega í gær er krani sem hann stýrði varð fyrir öðrum krana. Liggur maðurinn þungt haldinn á Landspítalanum.

Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, staðfestir að slysið hafi orðið snemma í morgun og meiðsli starfsmannsins séu alvarleg.

„Þegar slysið kom upp var Vinnueftirlitið kallað til um leið en þeir komu ekki fyrr en síðdegis. Við fyrstu athugun virðist ekkert hafa verið að öryggisbúnaði,“ segir Sólveig. „Við munum að sjálfsögðu rannsaka þetta slys og komast til botns í því hvernig það átti sér stað.“

Starfsmaðurinn er mjaðma­grindar­­brotinn og rifbein reif gat á lunga hans. 

Fréttin birtist fyrst á Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×