Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Óttarr Proppé sagði Klíníkinni ekki heimilt að reka margra daga legudeild. vísir/ernir Ekki verða gerðir nýir samningar við einkarekna sjúkrahúsið Klíníkina um að reka legudeild við einkasjúkrahúsið. Þetta segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Þeir samningar sem nú eru í gildi munu gilda áfram. „Ég mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru rekin í gróðaskyni. Það er andstætt tilfinningu okkar allflestra ef ekki allra Íslendinga þegar kemur að almennri heilbrigðisþjónustu,“ sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um samninga við Klíníkina í Ármúla.Óttarr ProppéSagði Óttarr rammasamninga Læknafélags Reykjavíkur við Klíníkina nákvæma og að rekstur margra daga legudeilda heyrði ekki undir samningana og þyrfti sérstaka samninga þar um. Hann myndi ekki sjá til þess að nýir samningar yrðu gerðir um þannig starfsemi. „Ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að fela í auknum mæli flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu aðilum annars staðar en á þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ bætti ráðherra við. Forsvarsmenn Landspítala hafa gagnrýnt að Klíníkin ætli að reka legudeild. Landlæknir hefur einnig talið að þarna sé um sjúkrahúsþjónustu að ræða sem eigi aðeins heima á Landspítalanum.Kolbeinn ProppéKolbeinn Proppé telur það mikil pólitísk tíðindi og vatnaskil að ráðherra skuli ekki ætla að heimila Sjúkratryggingum Íslands að gera samninga við einkarekið sjúkrahús. „Ráðherra var býsna skýr með það að hann muni ekki gera sérstaka samninga um legu á sjúkradeildum í einkarekstri. Eftir stendur hins vegar hvort starfsemi Klíníkurinnar rúmast innan rammasamnings við Læknafélagið sem nú er í gildi. Þýðir þetta að ríkt fólk geti keypt sér aðgerð sem almenningur hefur ekki ráð á?“ spyr Kolbeinn. Þingmaðurinn sagði einkarekstur í heilbrigðiskerfinu snúast um hugmyndafræði, „ekki tæknilegar útfærslur“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Ekki verða gerðir nýir samningar við einkarekna sjúkrahúsið Klíníkina um að reka legudeild við einkasjúkrahúsið. Þetta segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Þeir samningar sem nú eru í gildi munu gilda áfram. „Ég mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru rekin í gróðaskyni. Það er andstætt tilfinningu okkar allflestra ef ekki allra Íslendinga þegar kemur að almennri heilbrigðisþjónustu,“ sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær. Tilefnið var fyrirspurn Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um samninga við Klíníkina í Ármúla.Óttarr ProppéSagði Óttarr rammasamninga Læknafélags Reykjavíkur við Klíníkina nákvæma og að rekstur margra daga legudeilda heyrði ekki undir samningana og þyrfti sérstaka samninga þar um. Hann myndi ekki sjá til þess að nýir samningar yrðu gerðir um þannig starfsemi. „Ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að fela í auknum mæli flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu aðilum annars staðar en á þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ bætti ráðherra við. Forsvarsmenn Landspítala hafa gagnrýnt að Klíníkin ætli að reka legudeild. Landlæknir hefur einnig talið að þarna sé um sjúkrahúsþjónustu að ræða sem eigi aðeins heima á Landspítalanum.Kolbeinn ProppéKolbeinn Proppé telur það mikil pólitísk tíðindi og vatnaskil að ráðherra skuli ekki ætla að heimila Sjúkratryggingum Íslands að gera samninga við einkarekið sjúkrahús. „Ráðherra var býsna skýr með það að hann muni ekki gera sérstaka samninga um legu á sjúkradeildum í einkarekstri. Eftir stendur hins vegar hvort starfsemi Klíníkurinnar rúmast innan rammasamnings við Læknafélagið sem nú er í gildi. Þýðir þetta að ríkt fólk geti keypt sér aðgerð sem almenningur hefur ekki ráð á?“ spyr Kolbeinn. Þingmaðurinn sagði einkarekstur í heilbrigðiskerfinu snúast um hugmyndafræði, „ekki tæknilegar útfærslur“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira