Gagnsæi er forsenda trúverðugleika Lilja Alfreðsdóttir skrifar 24. mars 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins. Stærð bankakerfisins hefur minnkað og er rúm 150% af landsframleiðslu. Eigið fé bankanna er ríflegt, vanskil hafa minnkað verulega og kjör á erlendri markaðsfjármögnun hafa batnað mikið. Fyrsti áfanginn í endurreisn bankakerfisins hefur að mörgu leyti tekist vel eins og helstu kennitölur bankanna bera með sér. Í næsta áfanga þarf að huga að framtíðarskipan bankakerfisins, þ.e. hvernig það á að vera uppbyggt til að það þjóni heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á bæði hagkvæman og sanngjarnan hátt. Erlendir vogunarsjóðir keyptu tæp 30% í Arion banka í upphafi þessarar viku. Ráðamenn þjóðarinnar fögnuðu þessum viðskiptum og sögðu að nú væru vogunarsjóðirnir að veðja með Íslandi. Þrátt fyrir traustsyfirlýsingar ráðamanna, þá hafa margir goldið varhug við þessari þróun. Eignarhald þessara sjóða liggur ekki fyrir. Fréttir hafa borist af vafasamri fortíð eins sjóðanna sem nú er hluthafi í Arion banka. Einnig leit út fyrir að eigendur sjóðanna væru að stytta sér leið fram hjá leikreglunum til þess að flýta fyrir söluferlinu, þ.e. keyptur var 9.99% hlutur í Arion banka en þannig urðu sjóðirnir ekki virkir eigendur strax í upphafi ferlisins. Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það er slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fást skýrar upplýsingar um eigendurna og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Ef gagnsæið verður ekki aukið, mun næsti áfangi í endurreisn fjármálakerfisins misheppnast. Stjórnvöld verða að tryggja að svo verði ekki. Samfélagið allt hefur lagt mikið af mörkum í endurreisnina og því er brýnt að vandað verði til verks í næstu skrefum. Það tekur mörg ár að byggja upp trúverðugleika en hann getur glatast hratt ef ekki er rétt á málum haldið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslensku fjármálakerfi frá því að bankakerfið hrundi á einni viku eins og spilaborg. Regluverk hefur verið stórbætt í þeim tilgangi að auka traust á bankakerfinu og draga úr áhættu kerfisins. Stærð bankakerfisins hefur minnkað og er rúm 150% af landsframleiðslu. Eigið fé bankanna er ríflegt, vanskil hafa minnkað verulega og kjör á erlendri markaðsfjármögnun hafa batnað mikið. Fyrsti áfanginn í endurreisn bankakerfisins hefur að mörgu leyti tekist vel eins og helstu kennitölur bankanna bera með sér. Í næsta áfanga þarf að huga að framtíðarskipan bankakerfisins, þ.e. hvernig það á að vera uppbyggt til að það þjóni heimilunum og fyrirtækjunum í landinu á bæði hagkvæman og sanngjarnan hátt. Erlendir vogunarsjóðir keyptu tæp 30% í Arion banka í upphafi þessarar viku. Ráðamenn þjóðarinnar fögnuðu þessum viðskiptum og sögðu að nú væru vogunarsjóðirnir að veðja með Íslandi. Þrátt fyrir traustsyfirlýsingar ráðamanna, þá hafa margir goldið varhug við þessari þróun. Eignarhald þessara sjóða liggur ekki fyrir. Fréttir hafa borist af vafasamri fortíð eins sjóðanna sem nú er hluthafi í Arion banka. Einnig leit út fyrir að eigendur sjóðanna væru að stytta sér leið fram hjá leikreglunum til þess að flýta fyrir söluferlinu, þ.e. keyptur var 9.99% hlutur í Arion banka en þannig urðu sjóðirnir ekki virkir eigendur strax í upphafi ferlisins. Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að skapa traust og tiltrú á íslensku bankakerfi. Það er slæm byrjun á næsta áfanga í endurreisn bankakerfisins ef ekki fást skýrar upplýsingar um eigendurna og fyrirætlanir þeirra um íslenskt bankakerfi. Ef gagnsæið verður ekki aukið, mun næsti áfangi í endurreisn fjármálakerfisins misheppnast. Stjórnvöld verða að tryggja að svo verði ekki. Samfélagið allt hefur lagt mikið af mörkum í endurreisnina og því er brýnt að vandað verði til verks í næstu skrefum. Það tekur mörg ár að byggja upp trúverðugleika en hann getur glatast hratt ef ekki er rétt á málum haldið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun