Nei þýðir nei, þýðir nei, þýðir nei Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2017 18:30 Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús. En þótt ráðherrann þvertæki fyrir þetta, var eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar tryðu ekki svörunum. Pólitíkin tekur oft á sig undarlegar myndir. Í fyrirspurnatíma í dag mátti ætla að annað hvort heyrðu þingmenn illa eða heilbrigðisráðherra talaði óskýrt - en svo getur verið að allir heyri ágætlega og ráðherrann hafi talað nokkuð skýrt en menn kosið að hlusta ekki hver á annan. Fimm þingmenn komust að með fyrirspurnir til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag og fjórir þeirra voru meira og minna allir með sömu spurningarnar til heilbrigðisráðherra varðandi hugsanlegt starfsleyfi til Klínikurinnar um rekstur einkasjúkrahúss.Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.Vísir/EyþórVitnaði í eldri ræðu ráðherra Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata vitnaði þingræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra frá því hann var þingmaður í desember, þar sem hann sagði Bjarta framtíð hafa verið jákvæða gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu. „Það er ekki laumuleg leið til að ljúga í gegn alræmdri og ískaldri einkavæðingu í kerfinu. Heldur þvert á móti,“ hafði Einar eftir Óttarri. „Ég vil bara nota tækifærið til að taka fullkomlega undir með sjálfum mér og standa við þær fullyrðingar sem komu fram í ræðu minni 22. Desember,“ svaraði Óttarr. Svör ráðherrans dugðu frænda hans Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna ekki og fannst honum greinilega erfitt að fest hönd á stefnu frænda síns. „Það á að vera hverjum þeim sem sest á ráðherrastól einfalt mál að segja hreint út hvort að viðkomandi sé fylgjandi því að sjúkrahús eða starfsemi af þessum toga sé í gangi, verði leyfð eða ekki,“ sagði Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/AntonStyður ekki uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í gróðaskyni Ráðherra ítrekaði margsinnis í umræðunni að hann styddi, og það væri hluti af stefnu Bjartrar framtíðar, að sjálfseignarstofnanir kæmu að rekstri á ýmsum sviðum, sem hafi verið mikilvægur hluti af íslensku heilbrigðiskerfi. „Hins vegar styð ég ekki og mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru reknar í gróðaskyni,“ sagði Óttarr. Það standi aftur á móti til að semja við sömu opinberu heilbrigðisstofnanir og áður ásamt augnaðgerðafyrirtæki um niðurskurð á biðlistum á þessu ári. Klínikin væri ekki þar á meðal. Unnið væri eftir áður gerðu rammasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur í þessum efnum. „Þar heyrir meðal annars ekki undir rekstur á margra daga legudeild. Til slíks þyrfti sérstaka samninga,“ sagði heilbrigðisráðherra. Það hafi hins vegar verið ágætur hluti af heilbrigðiskerfinu að minni aðgerðir geti farið fram á stofum sérfræðinga. „En ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að auka flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu hjá aðilum annars staðar en hjá þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ sagði Óttarr Proppé. Ráðherrann hafði í frétt á Vísi þegar í gær svarað fyrir söguburð um að hann hefði gengið til samninga við Klíníkina og rekstur á sjúkrastofnun. Mótmælum gegn meintri einkavæðingu heilbrigðisráðherra sem boðað hafði verið til á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs. Tengdar fréttir Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30 Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31 Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra var þráspurður um það á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að samþykkja frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að heimila Klínikinni að reka einkasjúkrahús. En þótt ráðherrann þvertæki fyrir þetta, var eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar tryðu ekki svörunum. Pólitíkin tekur oft á sig undarlegar myndir. Í fyrirspurnatíma í dag mátti ætla að annað hvort heyrðu þingmenn illa eða heilbrigðisráðherra talaði óskýrt - en svo getur verið að allir heyri ágætlega og ráðherrann hafi talað nokkuð skýrt en menn kosið að hlusta ekki hver á annan. Fimm þingmenn komust að með fyrirspurnir til ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag og fjórir þeirra voru meira og minna allir með sömu spurningarnar til heilbrigðisráðherra varðandi hugsanlegt starfsleyfi til Klínikurinnar um rekstur einkasjúkrahúss.Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata.Vísir/EyþórVitnaði í eldri ræðu ráðherra Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata vitnaði þingræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra frá því hann var þingmaður í desember, þar sem hann sagði Bjarta framtíð hafa verið jákvæða gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi í heilbrigðiskerfinu. „Það er ekki laumuleg leið til að ljúga í gegn alræmdri og ískaldri einkavæðingu í kerfinu. Heldur þvert á móti,“ hafði Einar eftir Óttarri. „Ég vil bara nota tækifærið til að taka fullkomlega undir með sjálfum mér og standa við þær fullyrðingar sem komu fram í ræðu minni 22. Desember,“ svaraði Óttarr. Svör ráðherrans dugðu frænda hans Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni Vinstri grænna ekki og fannst honum greinilega erfitt að fest hönd á stefnu frænda síns. „Það á að vera hverjum þeim sem sest á ráðherrastól einfalt mál að segja hreint út hvort að viðkomandi sé fylgjandi því að sjúkrahús eða starfsemi af þessum toga sé í gangi, verði leyfð eða ekki,“ sagði Kolbeinn.Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.Vísir/AntonStyður ekki uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum sem rekin eru í gróðaskyni Ráðherra ítrekaði margsinnis í umræðunni að hann styddi, og það væri hluti af stefnu Bjartrar framtíðar, að sjálfseignarstofnanir kæmu að rekstri á ýmsum sviðum, sem hafi verið mikilvægur hluti af íslensku heilbrigðiskerfi. „Hins vegar styð ég ekki og mun ekki styðja uppbyggingu á einkareknum sjúkrahúsum með heildstæðri þjónustu sem eru reknar í gróðaskyni,“ sagði Óttarr. Það standi aftur á móti til að semja við sömu opinberu heilbrigðisstofnanir og áður ásamt augnaðgerðafyrirtæki um niðurskurð á biðlistum á þessu ári. Klínikin væri ekki þar á meðal. Unnið væri eftir áður gerðu rammasamkomulagi við Læknafélag Reykjavíkur í þessum efnum. „Þar heyrir meðal annars ekki undir rekstur á margra daga legudeild. Til slíks þyrfti sérstaka samninga,“ sagði heilbrigðisráðherra. Það hafi hins vegar verið ágætur hluti af heilbrigðiskerfinu að minni aðgerðir geti farið fram á stofum sérfræðinga. „En ég sé ekki að það yrði til heilla að dreifa kröftum heilbrigðiskerfisins með því að auka flóknari og meiri sjúkrahúsþjónustu hjá aðilum annars staðar en hjá þeim sjúkrahúsum og spítölum sem fyrir eru,“ sagði Óttarr Proppé. Ráðherrann hafði í frétt á Vísi þegar í gær svarað fyrir söguburð um að hann hefði gengið til samninga við Klíníkina og rekstur á sjúkrastofnun. Mótmælum gegn meintri einkavæðingu heilbrigðisráðherra sem boðað hafði verið til á Austurvelli í dag, var frestað vegna veðurs.
Tengdar fréttir Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30 Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31 Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. 22. mars 2017 19:30
Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. 27. janúar 2017 19:31
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30