„Þyngra en tárum taki“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 13:58 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. vísir/sigurjón ólason „Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
„Það hvernig mál hafa skipast varðandi samgönguáætlun er eiginlega þyngra en tárum taki,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, í sérstökum umræðum um samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Kolbeinn, og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar, gagnrýndu niðurskurð á þeirri samgönguáætlun sem samþykkt var, mótatkvæðalaust, á þingi í október síðastliðnum. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði að vissulega hafi verið skorið niður – en að öllum sé ljóst að áherslurnar hafi verið á heilbrigðismálin. Hann sagðist binda vonir við ða auknu fjármagni verði varið í samgöngur í þessu ári.Sama krónan ekki notuð tvisvar sinnum „Menn geta velt sér endalaust upp úr þessari umræðu að það hefur ekki verið fjármögnuð samgönguáætlun sem var unnin í október. Það er alveg rétt og það hefur ekki farið fram hjá neinum. En eins og ég hef sagt áður að staðan í því máli og var á þeim tíma þannig að menn höfðu miklar væntingar til þess sem yrði til ráðstöfunar á þessu ári,“ sagði hann. „Síðan þegar þingið settist yfir það og náð tiltölulega ágætri sátt um hvert skyldi halda þá voru áherslurnar þær sem við þekkjum öll í þessum sal, þær voru á heilbrigðis- og velferðarmál. Og sama krónan er ekki notuð tvisvar sinnum.“ Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, vakti máls á slagorði Sjálfstæðisflokksins, flokki Jóns Gunnarssonar. „Fyrir síðustu alþingiskosningar var eitt helsta slagorð Sjálfstæðisflokksins „Á réttri leið“. Ég ætla nú ekki að eyða mörgum orðum í það slagorð en vil þó benda á að sú leið verður ansi torsótt ef hún verður farin eftir íslensku vegakerfi,“ sagði hann. Vilji þingheims hvað þessi málefni varðar hafi endurspeglað vilja almennings fullkomlega. „Margumrædd samgönguáætlun sem samþykkt var í október síðastliðnum var mjög metnaðarfull. Liggur við að segja að hún hafi verið alveg frábær. Hún var samþykkt í breiðri sátt allra flokka sem hér sátu á þingi, eftir því sem ég best veit, og vil meina að fá mál af þessari stærðargráðu hafi notið jafn mikillar velþóknunar almennings og þetta gerði,“ sagði Einar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira