Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Haraldur Guðmundsson skrifar 23. mars 2017 11:14 N1 rekur 29 þjónustustöðvar um land allt. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. Nýtt verðmat deildarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, er aftur á móti 13,5 prósentum yfir dagslokagengi olíufélagsins í Kauphöll Íslands í gær sem var 117 krónur á hlut. „Þrátt fyrir að Icelandair hafi farið úr viðskiptum við N1 í byrjun árs 2016 hafði það ekki mikil áhrif á niðurstöðu ársins, enda framlegð lítil af viðskiptunum. Kröftugur vöxtur ferðamanna skilaði sér í betri afkomu en vænst var. Hækkandi olíuverð og enn meiri staumur ferðamanna til landsins ætti því að leiða til vaxtar EBITDA á árinu 2017. En þrátt fyrir það gera stjórnendur ráð fyrir samdrætti milli ára,“ segir í uppfærða verðmatinu sem Hagfræðideild Landsbankans sendi áskrifendum sínum nú í morgun.Costco opnar í Kauptúni í lok maí. Vísir/ErnirÞar er bent á að samningsbundnar launahækkanir séu á leiðinni og vöxtur félagsins sé í vinnuafls frekari hluta rekstrarins. N1 hafi ekki mikla möguleika þegar komi að hagræðingu í launakostnaði. Samkeppni muni aukast í sumar með komu Costco sem mun opna fjölorkustöð í Kauptúni í Garðabæ í maí. „N1 er ekki með stefnu um sama verð um allt land og því munu áhrifin verða mest á höfuðborgarsvæðinu. Sterkari staða félagsins á landsbyggðinni mun því koma því til góða og draga úr áhrifum yfirvofandi verðsamkeppni,“ segir í matinu og þar bent á að áhrifin af komu Costco verði mest í nágrenni stöðvarinnar í Kauptúni þar sem verð þurfi að lækka. Starfsmenn Landsbankans ráðleggja því fjárfestum að kaupa bréf í N1 líkt og þeir gerðu í verðmati sínu á félaginu þann 11. nóvember. Þeir benda á að rekstrarhagnaður olíufélagsins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 525 til 625 milljónum hærri í fyrra en stjórnendur N1 höfðu gert ráð fyrir. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. Nýtt verðmat deildarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, er aftur á móti 13,5 prósentum yfir dagslokagengi olíufélagsins í Kauphöll Íslands í gær sem var 117 krónur á hlut. „Þrátt fyrir að Icelandair hafi farið úr viðskiptum við N1 í byrjun árs 2016 hafði það ekki mikil áhrif á niðurstöðu ársins, enda framlegð lítil af viðskiptunum. Kröftugur vöxtur ferðamanna skilaði sér í betri afkomu en vænst var. Hækkandi olíuverð og enn meiri staumur ferðamanna til landsins ætti því að leiða til vaxtar EBITDA á árinu 2017. En þrátt fyrir það gera stjórnendur ráð fyrir samdrætti milli ára,“ segir í uppfærða verðmatinu sem Hagfræðideild Landsbankans sendi áskrifendum sínum nú í morgun.Costco opnar í Kauptúni í lok maí. Vísir/ErnirÞar er bent á að samningsbundnar launahækkanir séu á leiðinni og vöxtur félagsins sé í vinnuafls frekari hluta rekstrarins. N1 hafi ekki mikla möguleika þegar komi að hagræðingu í launakostnaði. Samkeppni muni aukast í sumar með komu Costco sem mun opna fjölorkustöð í Kauptúni í Garðabæ í maí. „N1 er ekki með stefnu um sama verð um allt land og því munu áhrifin verða mest á höfuðborgarsvæðinu. Sterkari staða félagsins á landsbyggðinni mun því koma því til góða og draga úr áhrifum yfirvofandi verðsamkeppni,“ segir í matinu og þar bent á að áhrifin af komu Costco verði mest í nágrenni stöðvarinnar í Kauptúni þar sem verð þurfi að lækka. Starfsmenn Landsbankans ráðleggja því fjárfestum að kaupa bréf í N1 líkt og þeir gerðu í verðmati sínu á félaginu þann 11. nóvember. Þeir benda á að rekstrarhagnaður olíufélagsins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 525 til 625 milljónum hærri í fyrra en stjórnendur N1 höfðu gert ráð fyrir.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira