Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Haraldur Guðmundsson skrifar 23. mars 2017 11:14 N1 rekur 29 þjónustustöðvar um land allt. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. Nýtt verðmat deildarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, er aftur á móti 13,5 prósentum yfir dagslokagengi olíufélagsins í Kauphöll Íslands í gær sem var 117 krónur á hlut. „Þrátt fyrir að Icelandair hafi farið úr viðskiptum við N1 í byrjun árs 2016 hafði það ekki mikil áhrif á niðurstöðu ársins, enda framlegð lítil af viðskiptunum. Kröftugur vöxtur ferðamanna skilaði sér í betri afkomu en vænst var. Hækkandi olíuverð og enn meiri staumur ferðamanna til landsins ætti því að leiða til vaxtar EBITDA á árinu 2017. En þrátt fyrir það gera stjórnendur ráð fyrir samdrætti milli ára,“ segir í uppfærða verðmatinu sem Hagfræðideild Landsbankans sendi áskrifendum sínum nú í morgun.Costco opnar í Kauptúni í lok maí. Vísir/ErnirÞar er bent á að samningsbundnar launahækkanir séu á leiðinni og vöxtur félagsins sé í vinnuafls frekari hluta rekstrarins. N1 hafi ekki mikla möguleika þegar komi að hagræðingu í launakostnaði. Samkeppni muni aukast í sumar með komu Costco sem mun opna fjölorkustöð í Kauptúni í Garðabæ í maí. „N1 er ekki með stefnu um sama verð um allt land og því munu áhrifin verða mest á höfuðborgarsvæðinu. Sterkari staða félagsins á landsbyggðinni mun því koma því til góða og draga úr áhrifum yfirvofandi verðsamkeppni,“ segir í matinu og þar bent á að áhrifin af komu Costco verði mest í nágrenni stöðvarinnar í Kauptúni þar sem verð þurfi að lækka. Starfsmenn Landsbankans ráðleggja því fjárfestum að kaupa bréf í N1 líkt og þeir gerðu í verðmati sínu á félaginu þann 11. nóvember. Þeir benda á að rekstrarhagnaður olíufélagsins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 525 til 625 milljónum hærri í fyrra en stjórnendur N1 höfðu gert ráð fyrir. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. Nýtt verðmat deildarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, er aftur á móti 13,5 prósentum yfir dagslokagengi olíufélagsins í Kauphöll Íslands í gær sem var 117 krónur á hlut. „Þrátt fyrir að Icelandair hafi farið úr viðskiptum við N1 í byrjun árs 2016 hafði það ekki mikil áhrif á niðurstöðu ársins, enda framlegð lítil af viðskiptunum. Kröftugur vöxtur ferðamanna skilaði sér í betri afkomu en vænst var. Hækkandi olíuverð og enn meiri staumur ferðamanna til landsins ætti því að leiða til vaxtar EBITDA á árinu 2017. En þrátt fyrir það gera stjórnendur ráð fyrir samdrætti milli ára,“ segir í uppfærða verðmatinu sem Hagfræðideild Landsbankans sendi áskrifendum sínum nú í morgun.Costco opnar í Kauptúni í lok maí. Vísir/ErnirÞar er bent á að samningsbundnar launahækkanir séu á leiðinni og vöxtur félagsins sé í vinnuafls frekari hluta rekstrarins. N1 hafi ekki mikla möguleika þegar komi að hagræðingu í launakostnaði. Samkeppni muni aukast í sumar með komu Costco sem mun opna fjölorkustöð í Kauptúni í Garðabæ í maí. „N1 er ekki með stefnu um sama verð um allt land og því munu áhrifin verða mest á höfuðborgarsvæðinu. Sterkari staða félagsins á landsbyggðinni mun því koma því til góða og draga úr áhrifum yfirvofandi verðsamkeppni,“ segir í matinu og þar bent á að áhrifin af komu Costco verði mest í nágrenni stöðvarinnar í Kauptúni þar sem verð þurfi að lækka. Starfsmenn Landsbankans ráðleggja því fjárfestum að kaupa bréf í N1 líkt og þeir gerðu í verðmati sínu á félaginu þann 11. nóvember. Þeir benda á að rekstrarhagnaður olíufélagsins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) var 525 til 625 milljónum hærri í fyrra en stjórnendur N1 höfðu gert ráð fyrir.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira