Engin breyting er á styrkleikalistanum í veltivigtinni en Stephen Thompson, sá sem þjálfari Gunnars vill að hann berjist á móti næst, er áfram í fyrsta sæti á eftir meistaranum Tyron Woodley.
Thomson er eitthvað illa gíraður þessa dagana eins og greint var frá í morgun.
Gunnar komst upp í níunda sætið á styrkleikalistanum síðast þegar hann var gefinn út en það var og er hans besta staða síðan hann kom inn í UFC. Hann kleif listann í tvígang án þess að berjast í tíu mánuði en nú eftir afar sannfærandi sigur í Lundúnum stendur hann í stað.
„Hann leit frábærlega út en færist ekki ofar á listanum. Kannski hefði hann mátt allavega upp um eitt sæti yfir Donald Cerrone.“
Parrino segir Griffin að teymi Gunnars vill bardaga á móti Thompson og Griffin svarar: „Það yrði mjög áhugaverður bardagi. Ég bara veit ekki hvernig það myndi fara.“
Robbie Lawler er áfram í öðru sæti veltivigtarinnar og Brassinn Demian Maia sem vann Gunnar í Las Vegas fyrir einu og hálfu ári síðan er í þriðja sæti.