Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Tíu ferðaþjónustufyrirtæki bjóða köfun í Silfru. Hugmyndir þjóðgarðsvarðar fela í sér að fækka þeim. vísir/gva Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46