Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Tíu ferðaþjónustufyrirtæki bjóða köfun í Silfru. Hugmyndir þjóðgarðsvarðar fela í sér að fækka þeim. vísir/gva Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46