Erlent

Ráðherra reyndi að bjarga lögreglumanninum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ellwood sést hér fyrir miðju myndar.
Ellwood sést hér fyrir miðju myndar. Vísir
Tobias Ellwood, ráðherra í ríkisstjórn Bretlands, reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins sem lést í árásinni sem gerð var við þinghúsið í London fyrr í dag.

Á myndum sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sést hann, ásamt öðrum, reynda endurlífgunartilraunir á lögreglumanninum sem var stunginn eftir að hafa reynt að hefta för árásarmannsins.

Lögreglumaðurinn lést skömmu síðar af sárum sínum en hann er einn þriggja fórnarlamba árásamannsins sem var skotinn til bana.

Ellwood starfar í utanríkisráðuneyti Bretlands þar sem hann fer með málefni Afríku og Mið-austurlanda. Hann er fyrrverandi hermaður.


Tengdar fréttir

„Þetta er óþægileg tilfinning“

Garðar Agnarsson Hall starfar sem matreiðslumeistari hjá lávarðadeild breska þingsins og er ásamt öðrum starfsmönnum lokaður inni í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×