Erlent

Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segist líta á atvikið, að svo stöddu, sem hryðjuverk.
Lögreglan segist líta á atvikið, að svo stöddu, sem hryðjuverk. Vísir/AFP
Fimm eru látnir og um 40 særðir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London fyrr í dag. Hann keyrði niður hóp vegfarenda á Westminster-brúnni við þinghúsið áður en hann stakk lögreglumann til bana eftir að maðurinn ók bíl sínum á girðingu þinghússins.

Árásarmaðurinn var skotinn til bana á lóð þinghússins af óeinkennisklæddum lögreglumönnum eftir að hafa reynt að komast inn í þinghúsið. Lögreglan segist líta á atvikið, að svo stöddu, sem hryðjuverk,



Nýjustu vendingar

Bein útsending SKY News

Talið er að um 40 séu særðir, þar á meðal þrír lögregluþjónar og erlendir nemendur sem voru á Westminster brúnni þegar árásin var gerð. 

Kona, sem talin er hafa verið á brúnni, var bjargað úr ánni Thames. Hún var flutt á sjúkrahús í alvarlegu ástandi.

Yfirlýsingu lögreglunnar frá því í dag má sjá hér að neðan.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var í þinghúsinu en hún var flutt á brott. Skömmu síðar stýrði hún fundi þjóðaröryggisráðs Bretlands. Þar var ákveðið að hækka ekki hættustig vegna hryðjuverkaógnar.

Lögreglan fann grunsamlegan hlut í bílnum sem árásarmaðurinn ók og var sprengjusveit verið kölluð til. Þinghúsið var ekki tæmt fyrr en búið var að ganga um skugga að ekki hafi verið um sprengju að ræða og að svæðið væri öruggt.

Myndir af slösuðum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en lögreglan í London biðlaði til fólks að beita „almennri skynsemi“ og hætta slíkri dreifingu.

Tobias Ellwood, utanríkisráðherra Bretlands, kom lögregluþjóninum sem var stunginn til aðstoðar. Hann beitti blástursaðferðinni og reyndi að stöðva flæði blóðs með því að þrýsta á sár hans, samkvæmt Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×