Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:30 Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Vísir Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Hann segir fáa sjúkdóma vera jafn smitandi og mislingar. Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinni í Tælandi og kom til landsins 2. mars, en veiktist 14. mars síðastliðinn. Barnið er óbólusett vegna ungs aldurs. Valtýr segir að ráðlagt sé að bólusetja börn undir eins árs aldri, séu þau á leið til landsvæða þar sem mislingar eru algengir. „Það reyndar er þannig að ef börn sem eru ekki komin með aldur til að fá mislingabólusetninguna hér á landi og eru að ferðast til landsvæða þar sem mislingar eru landlægir eða faraldrar eru í gangi, þá er fólki ráðlagt að láta bólusetja börnin hafi þau náð níu mánaða aldri. En ef börnin eru ekki orðin eins árs til dæmis, eins og þetta barn, þá þarf bara að bólusetja svo aftur þegar barnið er orðið 18 mánaða gamalt. Þá telur þessi bólusetning ekki með, þetta er í raun bara aukabólusetning,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þetta vekur upp þessa umræðu um bólusetningar á Íslandi. Það eru ákveðnir hópar foreldra sem velja að láta ekki bólusetja börnin sín en þessir hópar eru mjög litlir á íslandi. Langflestir foreldrar á Íslandi láta bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. Þannig að þetta er ekki stórt vandamál á Íslandi.“Sjá einnig: Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Valtýr segir að fáir sjúkdómar séu jafn smitandi og mislingar og að neikvæð viðhorf til bólusetninga smitist til Íslands erlendis frá. „Hins vegar er þessi umræða mjög reglulega í gangi og það eru mjög stórir og sterkir hópar erlendis sem fara mikinn á samfélagsmiðlum og auðvitað smitast þetta hingað til Íslands. Þannig að við höfum af þessu áhyggjur. Þetta tilfelli styrkir þær áhyggjur að mislingar eru, þó þeir séu ekki landlægir á Íslandi þá eru þeir það víða. Ef eitt tilfelli af mislingum kemur upp á Íslandi, það eru fáir sjúkdómar sem eru jafn smitandi og mislingar. Þannig að ef það er talsverður hópur á Íslandi sem er óbólusettur á Íslandi, einhverra hluta vegna, þá getur komið upp faraldur.“Er það líklegt í þessu tilfelli? „Nei, það er ekki líklegt. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru flest börn bólusett og þau sem eru ekki nógu gömul til að vera bólusett eru, í flestum tilfellum, varin með mótefni frá móður fyrstu sex mánuðina sirka. En hins vegar, þau börn sem eru ekki bólusett, af hvaða orsökum sem það kann að vera, þau eru í hættu á að smitast og svo fullorðnir sem hafa ekki fengið mislinga. Þetta endurspeglar ekki vandamálið en þetta vekur upp þessa umræðu. Við þurfum að vera á varðbergi og við þurfum að halda áfram að ræða um mikilvægi þess að fólk bólusetji börnin sín, eins og ráðlagt er.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00