Lífið

Fjögurra daga SKAM-hátíð í Norræna húsinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það má búast við því að aðdáendur SKAM fjölmenni í Norræna húsið um næstu mánaðamót.
Það má búast við því að aðdáendur SKAM fjölmenni í Norræna húsið um næstu mánaðamót. NRK
Framundan er fjögurra daga SKAM Festival í Norræna húsinu en SKAM eru norskur unglingaþáttur sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin misseri.

Festivalið, eða hátíðin, hefst fimmtudaginn 30. mars með viðburði fyrir unga aðdáendur þáttanna sem ber yfirskriftina ÉG ELSKA SKAM! Viðburðurinn var skipulagður af „kosegruppa“, hóp sem samanstendur af sextán aðdáendum þáttarins á aldrinum 14 til 17 ára.

Í tilkynningu frá Norræna húsinu segir að hópurinn hafi hist tvisvar sinnum til að undirbúa hátíðina sem stendur til sunnudagsins 2. apríl.

Á föstudeginum verða pallborðsumræður og „happy hour“ fyrir eldri aðdáendur þáttanna en yfirskrift umræðanna er Hvað er málið með SKAM?

Á laugardeginum og sunnudeginum verður síðan SKAM-maraþon í Norræna húsinu en upplýsingar um alla viðburðina má nálgast á vefsíðu Norræna hússins


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.