Lífið

Margmenni á frumsýningu Elly

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson var mættur ásamt dóttur sinni Söru Messíönu.
Stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson var mættur ásamt dóttur sinni Söru Messíönu.
Á laugardagskvöldið var leiksýningin Elly frumsýnd í Borgarleikhúsinu en sýningin hefur fengið frábærar viðtökur hér á landi.

Verkið fjallar um söngkonuna Elly Vilhjálms bjó yfir óræðri dulúð og töfraði marga með söng sínum og leiftrandi persónuleika.

Hún var á sínum tíma vinsælasta söngkona þjóðarinnar. Söngurinn var fágaður, túlkunin hógvær og ígrunduð, röddin silkimjúk og hlý.  En líf hennar varð stundum efni í sögusagnir og slúður sem hún hirti lítið um að svara því Elly var dul og forðaðist sviðsljós fjölmiðlanna.

Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir en það er Gísli Örn Garðarsson sem leikstýrir verkinu.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá frumsýningunni.

Kvöldið þótti heppnast mjög vel.
Dagur B. Eggertsson borgarstóri mætti ásamt eiginkonu sinni Örnu Dögg Einarsdóttur sem sést hér til vinstri.
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.
Edda Björgvins var á sínum stað á frumsýningunni.
Söngvarinn Friðrik Ómar virtist vera sáttur með verkið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.