Innlent

Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reykjavík er í tíunda sæti yfir hástökkvara listans í ár.
Reykjavík er í tíunda sæti yfir hástökkvara listans í ár. vísir/anton brink
Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. Reykjavíkur þýtur upp um þrettán sæti frá síðasta ári og er sjötta dýrasta borg í Evrópu.

Í síðustu útgáfu listans sem gefin var út fyrir um ári síðan var Ísland í 29. sæti. Dýrasta borg í heimi er Singapúr en þar á eftir koma Hong Kong í Kína, Zurich í Sviss og Tokýó og Osaka í Japan. Kaupmannahöfn er í tíunda sæti á listanum.

The Economist hefur lengið tekið saman listann sem um ræðir en við gerð hans eru um 400 verð á 160 vörum og þjónustum borin saman. Er þar horft til verð á mat, drykkjum, fatnaði sem og ýmsum nauðsynjavörum á borð við húsaskjól kostnaðar við samgöngur og fleira.

Reykjavík er í tíunda sæti yfir hástökkvara listans í ár en hástökkvari listans nú er Sao Paulu í Brasilíu sem hoppar um 29 sæti. London er sú borg sem lækkar mest á milli ára en borgin fer niður um 25 sæti á listanum.

Dýrasta borg Evrópu er sem fyrr segir Zurich í Sviss. Ísland raðar sér í sjötta sætið ásamt Helsinki í Finnlandi.

Ódýrasta borg í heimi er Almaty, höfuðborg Kasakstan, þar á eftir kemur Lagos, höfuðborg Nígeríu og þriðja ódýrasta borg í heimi er Bangalore á Indlandi.


Tengdar fréttir

Er Ísland dýrasta land í heimi?

Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi?

Osló er dýrasta borg heims

Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.

Reykjavík er þriðja dýrasta borg heims

Osló er orðin dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar Economist. Reykjavík tekur stórt stökk upp á við, fer úr áttunda sæti í þriðja á listanum yfir dýrustu borgir heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×