Samþykktu einróma tillögur um Sundabraut og gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 17:47 Frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Ja.is Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira