Borgarstjóri kallar eftir útreikningum á kostnaði við Sundabraut Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 12:21 Dagur B. Eggertsson. ARNAR HALLDÓRSSON Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira