Einn helsti stjórnmálaleiðtogi Norður-Írlands látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:47 Martin McGuinness. vísir/getty Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira