Einn helsti stjórnmálaleiðtogi Norður-Írlands látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:47 Martin McGuinness. vísir/getty Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira