Lykilleikmenn eru lítið að spila Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2017 19:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira