Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2017 15:15 FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. VÍSIR/EYÞÓR Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“ Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira