Pepa hefur hingað til verið í hópnum í undankeppninni og leikið einn leik. Hann hefur alls leikið sex landsleiki.
Albert Bunjaki, þjálfari Kósovó, valdi þrjá nýja framherja í hópinn; Besart Berisha, Donis Avdijaj og Atdhe Nuhiu. Berisha leikur með Melbourne Victory í Ástralíu, Avdijaj er á mála hjá Schalke 04 og Nuhiu leikur með Sheffield Wednesday.
Berisha lék á sínum tíma 17 landsleiki fyrir Albaníu og skoraði eitt mark. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur spilað í Ástralíu undanfarin ár og verið duglegur að skora.

Nuhiu, sem er 197 cm á hæð, lék með yngri landsliðum Austurríkis á sínum tíma. Nuhiu hefur ekki enn skorað í ensku B-deildinni í vetur en miðvikudagsfélagið keypti hann af Rapid Vín 2013.
Lið Kósovó er mjög ungt en aðeins þrír leikmenn af 23 eru eldri en 27 ára.
Kósovó er í sjötta og neðsta sæti I-riðils með eitt stig eftir fjóra leiki. Markatala liðsins er 1-12. Ísland er í 3. sætinu með sjö stig.
Landsliðshópur Kósovo er þannig skipaður:
Markverðir:
Samir Ujkani, Pisa
Adis Nurković, Travnik
Bledar Hajdini, Trepça
Varnarmenn:
Fanol Përdedaj, 1860 Munich
Leart Paqarada, Sandhausen
Alban Pnishi, Grasshopper
Amir Rrahman, Lokomotiva
Benjamin Kololli, Lausanne-Sport
Fidan Aliti, Slaven Belupo
Mërgim Vojvoda, Mouscron
Ardian Ismajli, Hajduk Split
Miðjumenn:
Bernard Berisha, Terek Grozny
Valon Berisha, Red Bull Salzburg
Bersant Celina, Twente
Milot Rashica, Vitesse
Herolind Shala, Kasımpaşa
Arber Zeneli, Heerenveen
Hekuran Kryeziu, Luzern
Framherjar:
Vedat Muriqi, Gençlerbirliği
Elba Rashani, Rosenborg
Besart Berisha, Melbourne Victory
Atdhe Nuhiu, Sheffield Wednesday
Donis Avdijaj, Schalke 04