Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2017 20:37 Ferðamenn við gönguleið upp að heitu laugunum í Reykjadal. Vísir/Pjetur Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira