Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2017 12:00 Kristófer og Friðrik Ingi. vísir/daníel & ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“ Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“
Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum