Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2017 12:00 Kristófer og Friðrik Ingi. vísir/daníel & ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira