Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Ívar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Óseyrar, Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor, og Hallgrímur Lárusson hjá Snæland Grímsson fluttu framsögur á fundinum. vísir/eyþór „Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
„Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira