Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að „gyrða sig í brók“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. mars 2017 18:50 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra VÍSIR/VILHELM Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að „gyrða sig í brók.“ Stefna Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar hefur sætt gagnrýni. Meðal annars á þeirri forsendu að uppbyggingin í borginni hafi gengið hægar en væntingar stóðu til vegna þeirrar stefnu að loka sárum í borginni með þéttingu byggðar í grónum hverfum fremur en uppbyggingu í nýjum hverfum þar sem flækjustig er minna og auðveldara er að byggja upp hratt. Húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er lýst í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030. Sá hluti stefnunnar er snýr að þéttingu byggðar fékk vinnuheitið Borgin við sundin. Þar segir að áætlunin feli í sér „stefnumörkun sem leggur áherslu á vöxt borgarinnar til vesturs, á þétta, fjölbreytta og blandaða byggð á Nesinu og við Sundin.“ Þessari stefnu er fylgt eftir með því að loka kerfisbundið „sárum“ miðsvæðis í borginni og í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegri skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn kom fram að ekkert sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri að anna eftirspurn eftir húsnæði. Hins vegar hefur íbúðum fjölgað mun meira og hraðar í bæði Kópavogi og Garðabæ en í Reykjavík. Skortur á íbúðum vegna þess að áætlanir hafa ekki gengið eftir hefur leitt til „minni fólksfjölgunar en einnig meiri íbúðaskorts“ á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá er verið að vísa til allra sveitarfélaganna á svæðinu.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/ArnþórBjarni Benediktsson kom inn á húsnæðismálin í ræðu sinni á ársfundi Seðlbankans og sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaði enda ljóst að áhrif ferðaþjónustunnar á markaðinn væru mikil. Í ræðunni kom fram hvöss gagnrýni á húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. „Þörf fyrir nýtt húsnæði er mikil, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Það er jákvætt að byrjað er að byggja nýtt húsnæði víða á landsbyggðinni eftir áratugahlé en vandinn felst í lágu húsnæðisverði í samanburði við byggingarkostnað. Á höfuðborgarsvæðinu hefur lóðaframboð engan veginn fullnægt eftirspurn. Stjórnvöld hafa takmarkað vald á framboðshliðinni en hafa þó lagt sitt á vogarskálarnir, t.d. með einföldun á byggingarreglugerð til að gera kleift að byggja ódýrari og hagkvæmari íbúðir og með því að setja lög og fjármagn í stofnstyrki félagslegs húsnæðis. Á eftirspurnarhliðinni hafa stjórnvöld hækkað húsnæðisbætur og lagt grunninn að tíu ára skattahagræði fyrir ungt fólk sem vill nýta séreignarsparnað til að draga úr húsnæðiskostnaði. Þetta er mikilvægt en eftir stendur að mikið vantar upp á framboðshliðina. Hér verður sérstaklega Reykjavíkurborg að gyrða sig í brók en furðulegt er að sjá að á síðustu fimm árum hefur íbúum Kópavogs fjölgað meira en í Reykjavík þó höfuðborgin sé þrisvar sinnum fjölmennari. Í húsnæðismálum þarf Reykjavík einfaldlega að gera miklu betur,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Ræða Bjarna á ársfundi Seðlabankans.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira