Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 15:35 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst. Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælinga á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. Greint var frá því í dag að mistök hafi verið gerð í mengunarmælingum í Helguvík og þarf að endurskoða niðurstöður rykmælinga frá árinu 2016. Orkurannsóknir ehf. segja fyrri mælingar um innihald þungmálma og PAH efna í ryksýnum í nágrenni við verksmiðju United Silicon, vera úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Töluverð umfjöllun var um arsenmengun sem mældist í mun meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir í starfsleyfi hennar. Fóru bæjaryfirvöld fram á það að verksmiðjunni yrði lokað þangað til að úrbætur yrðu gerðar. Það var þó niðurstaða nefndar um sóttvarnir að íbúum væri ekki bráð hætta búin vegna mengunarinnar. Bæjarráð leggur enn áherslu á að markvisst verði unnið að endurbótum á verksmiðjunni svo loftgæði séu ekki skert til lengri tíma. Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis komu á fund bæjarráðs í morgun til að ræða málefni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Umhverfisstofnun mun á næstunni ráðast í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar, vegna mikilla og endurtekinna rekstrarvandamála og þarf verksmiðjan að vera í gangi á meðan úttektin fer fram. Þá er verið að rýna í mæliferlið sem fram fram þegar loftsýni úr nágrenni verksmiðjunnar eru greind. Er það gert í samráði við rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð og niðurstöðu að vænta á næstunni. Að mati Umhversstofnunar er gæti verið um tvenns konar mistök að ræða. Ljóst er að réttri aðferðarfræði var ekki fylgt þegar vöktunaraðilinn sendi sýni til greininga erlendis. Að auki eru ákveðnar vísbendingar um að hugsanlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir október til desember 2016. Vonast er til þess að nánari skýringar liggi fyrir sem fyrst.
Tengdar fréttir Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45
Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. 28. mars 2017 14:47
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00