Uppnámið í Leifsstöð: Tuttugu flugferðum seinkaði og starfsfólk þurfti að öskra til að koma upplýsingum til farþega Birgir Olgeirsson skrifar 30. mars 2017 11:25 Mynd sem tekin var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær þegar hún var rýmd. Twitter/Felix Bergsson Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Sjá meira
Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Sjá meira
Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48
Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52