Opið bréf til forystu menntamála í landinu Guðríður Arnardóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar