Leikkonan Gemma Whelan mætti á dögunum í heimsókn til breska spjallþáttastjórnandans Graham Norton en hún fer með hlutverk Yöru Greyjoy í Game of Thrones þáttunum heimsfrægu.
Þar sagði hún Norton frá prufunni sinni fyrir hlutverkið, þar sem hún þurfti að leika eftir nokkuð frægt atriði úr annarri seríu þáttanna, þar sem Yara hittir fyrir bróður sinn, Theon Greyjoy.
Ásamt henni voru þeir Michael Caine og Morgan Freeman einnig gestir í þættinum og gerðu þeir stólpagrín að leikkonunni.
Ljóst er að um afar óþægilega prufu var um að ræða en til þess að átta sig á því til fulls, þarf að horfa á þetta drepfyndna viðtal.
Lífið