Norska rannsóknarskipið komið til hafnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2017 09:10 Mynd af Seabed Constructor sem tekin var um borð í varðskipinu Þór. Mynd/Landhelgisgæslan Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor er komið til hafnar í Reykjavík. RÚV greinir frá. Skipið lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun en í gær stefndi Landhelgisgæslan skipinu til lands vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. Skipið hafði lagt úr höfn í Reykjavík 22. mars og hafði það haldið sig á afmörkuðu svæði um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar óskaði skýringa á athöfnum skipsins en fengust óljós svör og því var ákveðið að skipinu yrði stefnt til hafnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú taka við rannsókn málsins og verður tekin skýrsla af skipstjóranum og dagbækur og búnaður skipsins rannsakaður.Frétt uppfærð kl. 10:07: Í tilkynningu frá lögmanni félagsins Advanced Marine Services, Braga Dór Hafþórssyni, kemur fram að skipið Seabed Constructor sé í leiðangri á vegum félagsins, í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr tuttugustu aldar fraktskipi sem sökk innan efnahagslögsögu Íslands. Félagið Advanced Marine Services sé félag sem sé skráð á Cayman eyjum en hafi starfsemi í Bretlandi. Tekið er fram að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins og eru í fullu samstarfi við íslensk yfirvöld vegna málsins. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Norska rannsóknarskipið Seabed Constructor er komið til hafnar í Reykjavík. RÚV greinir frá. Skipið lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík á áttunda tímanum í morgun en í gær stefndi Landhelgisgæslan skipinu til lands vegna gruns um að það hefði stundað ólöglegar rannsóknir í íslensku efnahagslögsögunni. Skipið hafði lagt úr höfn í Reykjavík 22. mars og hafði það haldið sig á afmörkuðu svæði um 120 sjómílur suðaustur af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar óskaði skýringa á athöfnum skipsins en fengust óljós svör og því var ákveðið að skipinu yrði stefnt til hafnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun nú taka við rannsókn málsins og verður tekin skýrsla af skipstjóranum og dagbækur og búnaður skipsins rannsakaður.Frétt uppfærð kl. 10:07: Í tilkynningu frá lögmanni félagsins Advanced Marine Services, Braga Dór Hafþórssyni, kemur fram að skipið Seabed Constructor sé í leiðangri á vegum félagsins, í þeim tilgangi að bjarga verðmætum úr tuttugustu aldar fraktskipi sem sökk innan efnahagslögsögu Íslands. Félagið Advanced Marine Services sé félag sem sé skráð á Cayman eyjum en hafi starfsemi í Bretlandi. Tekið er fram að félagið, skipstjóri skipsins og áhöfn þess hafi farið í einu og öllu að tilmælum íslenskra laga sem og ákvæðum þjóðarréttar vegna verkefnisins og eru í fullu samstarfi við íslensk yfirvöld vegna málsins.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira