Sport

Bein útsending: Roller Derby veisla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svakaleg stemning.
Svakaleg stemning.
Roller Derby mót fer fram í Hertz Höllinni dag en um er að ræða þriggja liða mót þar sem bresku liðin Suffolk Roller Derby frá Suffolk og Team Unicorn frá London keppa á móti Íslenska liðinu Ragnarökum og hvoru öðru.

Þetta er fyrsta Roller Derby mótið sem haldið er á Íslandi og er Ragnarök eina íslenska liðið sem spilar íþróttina.

Tímaplanið er svona:

13:30 - Ragnarök vs. Team Unicorn

15:45 - Ragnarök vs. Suffolk Roller Derby

18:00 - Team Unicorn vs. Suffolk Roller Derby

En allir leikirnir eru í beinni útsendingu á Sport TV og má horfa á þá hér. 

Spilað er eftir reglum WFTDA (Women's Flat Track Derby Association) og má þær finna hér.

Í stuttu máli virkar leikurinn þannig að 5 eru inn á brautinni í einu úr hvoru liði, 1 hlaupari (jammer) og 4 varnarmenn (blokkerar). Hlauparinn skorar stig með því að hringa andstæðingana og fær hann 1 stig fyrir hvern sem hann kemst framhjá. Hlutverk varnarmannanna er að koma í veg fyrir að hlaupari andstæðinganna komist fram hjá þeim en einnig að hjálpa sínum hlaupara í gegn um 'vegg' andstæðinganna. Þannig er vörn og sókn spiluð á sama tíma. 

Hver leikur er klukkutíma langur og skiptist í tvo þrjátíu mínútna leikhluta sem skiptast upp í mörg 2 mínútna jams. Fyrir hvert jam stilla varnarmennirnir sér upp fyrir framan hlauparalínuna og hlaupararnir fyrir aftan hana. Jammið hefst á einu stuttu flauti og fara þá hlaupararnir af stað og reyna að komast í gegn um veggina. Sá hlaupari sem er fyrstur að komast í gegn fær stöðuna lead jammer. Með því fær hann réttinn til að kalla jammið af og gefur hann það til kynna með því að setja hendurnar á mjaðmirnar nokkrum sinnum og er jammið þá flautað af með þremur flautum. Með þessu getur hann ráðið því hvort hann vilji halda áfram að skora stig og taka þá sénsinn á því að hinn hlauparinn geri það líka eða kallað jammið af til þess að koma í veg fyrir að hinn hlauparinn skori fleiri (ef einhver) stig. Hvert jam er að hámarki 2 mínútur og ef lead jammerinn hefur ekki kallað það af fyrir þann tíma er það flautað af af dómurunum.

Stigunum er varpað upp á stigatöflu þar sem tíminn sést á leiknum og hverju jammi. Þar sést einnig hverjir eru hlauparar og hver hefur stöðu lead jammer hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×