Salah setti met í sigri Liverpool Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:00 Salah lagði upp og skoraði svo sjálfur. Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Forystan var tekin snemma, á 11. mínútu, fyrirgjöf Salah rataði þá á fjærstöngina þar sem Alexis Mac Allister beið eftir boltanum og stýrði í netið. Þetta var hans fyrsta mark í Meistaradeildinni á ferlinum. Bologna var langt frá því að leggjast niður og sætta sig við stöðuna, liðið sótti vel, skaut í stöng og slá, kom boltanum síðan yfir línuna en markið var dæmt ógilt vegna rangstöðu. Mohamed Salah kom Liverpool í þægilegri stöðu á 75. mínútu. Hann fékk boltann frá Szoboslai úti á hægri kantinum, kaus að gefa ekki á Trent Alexander-Arnold sem kom í utanáhlaupi, skaut sjálfur og skoraði. Þetta var 45. mark Salah í Meistaradeildinni, sem gerir hann að markahæsta leikmanni frá Afríkulandi í sögu keppninnar. 🚨 𝗥𝗘𝗖𝗢𝗥𝗗: Mo Salah is now the African top goalscorer in Champions League history:🥇 45 – Mo Salah 🥈 44 – Didier Drogba🥉 30 – Samuel Eto'o pic.twitter.com/5sSCVtZN6c— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) October 2, 2024 Liverpool hefur unnið fyrstu tvo leikina í Meistaradeildinni, Arne Slot er eini þjálfarinn í sögu félagsins til að afreka það í sínum fyrstu leikjum. Bologna er með eitt eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Shaktar Donetsk í fyrstu umferðinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Forystan var tekin snemma, á 11. mínútu, fyrirgjöf Salah rataði þá á fjærstöngina þar sem Alexis Mac Allister beið eftir boltanum og stýrði í netið. Þetta var hans fyrsta mark í Meistaradeildinni á ferlinum. Bologna var langt frá því að leggjast niður og sætta sig við stöðuna, liðið sótti vel, skaut í stöng og slá, kom boltanum síðan yfir línuna en markið var dæmt ógilt vegna rangstöðu. Mohamed Salah kom Liverpool í þægilegri stöðu á 75. mínútu. Hann fékk boltann frá Szoboslai úti á hægri kantinum, kaus að gefa ekki á Trent Alexander-Arnold sem kom í utanáhlaupi, skaut sjálfur og skoraði. Þetta var 45. mark Salah í Meistaradeildinni, sem gerir hann að markahæsta leikmanni frá Afríkulandi í sögu keppninnar. 🚨 𝗥𝗘𝗖𝗢𝗥𝗗: Mo Salah is now the African top goalscorer in Champions League history:🥇 45 – Mo Salah 🥈 44 – Didier Drogba🥉 30 – Samuel Eto'o pic.twitter.com/5sSCVtZN6c— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) October 2, 2024 Liverpool hefur unnið fyrstu tvo leikina í Meistaradeildinni, Arne Slot er eini þjálfarinn í sögu félagsins til að afreka það í sínum fyrstu leikjum. Bologna er með eitt eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Shaktar Donetsk í fyrstu umferðinni.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“