Fótbolti

Hættir við að hætta til að mæta Ís­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joe Allen í baráttu við Kalvin Phillips í leik Wales og Englands á HM 2022.
Joe Allen í baráttu við Kalvin Phillips í leik Wales og Englands á HM 2022. getty/Visionhaus

Joe Allen er í velska landsliðshópnum sem mætir Íslandi og Svartfjallalandi í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta.

Allen hætti í landsliðinu í febrúar 2023 en hefur ákveðið að gefa kost á sér í það að nýju vegna meiðsla Aarons Ramsey og Ethans Ampadu.

Hinn 34 ára Allen, sem leikur með Swansea City, hefur leikið 74 landsleiki og skorað tvö mörk. Hann lék með Wales á EM 2016 og 2020 og HM 2022.

Walesverjar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli 11. október. Þremur dögum síðar taka þeir svo á móti Svartfellingum í Cardiff.

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnir sinn hóp í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×