Innlent

Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði

Atli Ísleifsson skrifar
Slæmt veður er á heiðinni, hvasst, allt að 22 metrar á sekúndu, og töluverð blinda.
Slæmt veður er á heiðinni, hvasst, allt að 22 metrar á sekúndu, og töluverð blinda. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út skömmu fyrir hádegi til að aðstoða ökumenn í vanda á Steingrímsfjarðarheiði.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Slæmt veður er á heiðinni, hvasst, allt að 22 metrar á sekúndu, og töluverð blinda.

„Vegagerðin hefur lokað Steingrímsfjarðarheiði en björgunarsveitafólk er á leið þangað á vel búnum bílum og mun ferja það fólk til byggða sem nú er í bílum sínum og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×