Vegfarendur í Stokkhólmi héldu að þeir væru að upplifa sitt síðasta Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. apríl 2017 07:00 Árás gærdagsins. mynd/graphicnews „Þetta var hræðilegt, alveg ótrúlega sorglegt,“ segir Gígja Ísis. Hún vinnur í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi, á sama horni og vöruhús Åhlens er á. Vöruflutningabíl var ekið inn í húsnæði Åhlens í gær með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. Gígja, sem var einn nokkurra Íslendinga sem voru við Drottningargötuna þegar ódæðið var framið, segist hafa heyrt dynk þegar bílnum var ekið niður Drottningargötu og á húsið. „Við litum út og sáum bíl og reyk og manneskju á gólfinu og fólk að hlaupa,“ segir hún. Í framhaldinu læsti öryggisvörðurinn í húsnæði H&M dyrunum og fjöldi fólks var læstur inni í húsnæðinu. „Miðborgin var bara læst inni í heild sinni. Það eru mörg þúsund manns í höfuðstöðvum H&M og við vorum læst inni í svona þrjá klukkutíma. „Það var hræðilegt að heyra þennan dynk,“ segir hún. Hún segist síðan hafa hlaupið út að glugga og séð bíl og reyk. „En ég veit að það voru margir sem voru á annarri og þriðju hæð sem sáu þetta gerast,“ segir hún. Fólkinu í húsinu var síðan bannað að fara að glugganum af ótta við að bíllinn myndi springa. Sem hann gerði sem betur fer ekki, segir Gígja.Birna Gunnlaugsdóttir og Helena ReynisdóttirHelena Reynisdóttir er í námi í Stokkhólmi. Hún og Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir, vinkona hennar, voru staddar í verslun við Drottningargötuna, mjög nálægt Åhlens. „Við vorum inni í búð sem heitir Zara og er rétt hjá. Mér finnst allir vera rosa stressaðir og svo heyri ég fólk öskra og fólk hlaupa inn í búðina til okkar og þá sé ég bílinn bruna fram hjá okkur og það kom svona eins og vindhviða inn í búðina og allir öskrandi og hlaupandi,“ segir Helena. Hún segist hafa áttað sig strax á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. „Þetta er göngugata og það er aldrei neinn að keyra þarna og hann keyrði svo hratt,“ segir Helena. Hún segir að fólk hafi hópast aftast í búðina og staðið þar stjarft. „Svo heyrist skellur og eftir það voru allir að hlaupa út um allt. Við vinkona mín héldum að þetta væri okkar síðasti dagur,“ segir Helena. Þær reyndu að komast út úr versluninni en hikuðu aðeins þegar þær sáu lögregluna. Síðan fylltust þær kjarki og ákváðu að hlaupa út eins hratt og þær gátu og frá götunni. „Við sáum fullt af öðru fólki gera það sama, öskrandi og grátandi,“ segir Helena. Þær náðu strætó og fóru með honum til bróður Helenu sem býr í útjaðri Stokkhólms. „Við erum enn í losti og sjáum þetta enn þá fyrir okkur,“ segir Helena. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.Vísir/EyþórMegum ekki lifa í ótta„Við verðum að vera á varðbergi, en við megum ekki lifa í stöðugum ótta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar Fréttablaðið spyr hann hvort Íslendingar þurfi að óttast hryðjuverkaárás. Hann segir að sér sé efst í huga samúð með Svíum vegna árásarinnar í gær og fordæmir hana. Guðni sendi Svíakonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í gær. Í kveðjunni segir hann að með þessari árás sé vegið að grunngildum samfélagsins. „Við sem viljum verja lýðræði, frelsi og mannréttindi verðum að standa saman gegn öflum öfga og ógnar.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherraVísir/StefánÁrás á okkur öll „Hugur okkar er hjá sænsku þjóðinni. Þetta eru vinir okkar og frændur. Þegar svona er gengið fram er þetta ekki bara árás á sænsku þjóðina, þetta er árás á okkur öll,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór segir atburðina vera áminningu til Íslendinga um að vera ávallt á verði. „Öryggi borgaranna er afskaplega mikilvægt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Án þess að gera neitt mikið úr því, er alltaf mikilvægt að það sé viðbúnaður til staðar,“ segir Guðlaugur. Vissulega sé viðbúnaður til staðar. „En það er alveg ljóst að þetta er mikil ógn og við þurfum að meta það hvort það sem við erum með í dag sé nægjanlegt,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
„Þetta var hræðilegt, alveg ótrúlega sorglegt,“ segir Gígja Ísis. Hún vinnur í höfuðstöðvum H&M í Stokkhólmi, á sama horni og vöruhús Åhlens er á. Vöruflutningabíl var ekið inn í húsnæði Åhlens í gær með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. Gígja, sem var einn nokkurra Íslendinga sem voru við Drottningargötuna þegar ódæðið var framið, segist hafa heyrt dynk þegar bílnum var ekið niður Drottningargötu og á húsið. „Við litum út og sáum bíl og reyk og manneskju á gólfinu og fólk að hlaupa,“ segir hún. Í framhaldinu læsti öryggisvörðurinn í húsnæði H&M dyrunum og fjöldi fólks var læstur inni í húsnæðinu. „Miðborgin var bara læst inni í heild sinni. Það eru mörg þúsund manns í höfuðstöðvum H&M og við vorum læst inni í svona þrjá klukkutíma. „Það var hræðilegt að heyra þennan dynk,“ segir hún. Hún segist síðan hafa hlaupið út að glugga og séð bíl og reyk. „En ég veit að það voru margir sem voru á annarri og þriðju hæð sem sáu þetta gerast,“ segir hún. Fólkinu í húsinu var síðan bannað að fara að glugganum af ótta við að bíllinn myndi springa. Sem hann gerði sem betur fer ekki, segir Gígja.Birna Gunnlaugsdóttir og Helena ReynisdóttirHelena Reynisdóttir er í námi í Stokkhólmi. Hún og Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir, vinkona hennar, voru staddar í verslun við Drottningargötuna, mjög nálægt Åhlens. „Við vorum inni í búð sem heitir Zara og er rétt hjá. Mér finnst allir vera rosa stressaðir og svo heyri ég fólk öskra og fólk hlaupa inn í búðina til okkar og þá sé ég bílinn bruna fram hjá okkur og það kom svona eins og vindhviða inn í búðina og allir öskrandi og hlaupandi,“ segir Helena. Hún segist hafa áttað sig strax á því að eitthvað skrýtið væri á seyði. „Þetta er göngugata og það er aldrei neinn að keyra þarna og hann keyrði svo hratt,“ segir Helena. Hún segir að fólk hafi hópast aftast í búðina og staðið þar stjarft. „Svo heyrist skellur og eftir það voru allir að hlaupa út um allt. Við vinkona mín héldum að þetta væri okkar síðasti dagur,“ segir Helena. Þær reyndu að komast út úr versluninni en hikuðu aðeins þegar þær sáu lögregluna. Síðan fylltust þær kjarki og ákváðu að hlaupa út eins hratt og þær gátu og frá götunni. „Við sáum fullt af öðru fólki gera það sama, öskrandi og grátandi,“ segir Helena. Þær náðu strætó og fóru með honum til bróður Helenu sem býr í útjaðri Stokkhólms. „Við erum enn í losti og sjáum þetta enn þá fyrir okkur,“ segir Helena. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.Vísir/EyþórMegum ekki lifa í ótta„Við verðum að vera á varðbergi, en við megum ekki lifa í stöðugum ótta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar Fréttablaðið spyr hann hvort Íslendingar þurfi að óttast hryðjuverkaárás. Hann segir að sér sé efst í huga samúð með Svíum vegna árásarinnar í gær og fordæmir hana. Guðni sendi Svíakonungi samúðarkveðju fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í gær. Í kveðjunni segir hann að með þessari árás sé vegið að grunngildum samfélagsins. „Við sem viljum verja lýðræði, frelsi og mannréttindi verðum að standa saman gegn öflum öfga og ógnar.“Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherraVísir/StefánÁrás á okkur öll „Hugur okkar er hjá sænsku þjóðinni. Þetta eru vinir okkar og frændur. Þegar svona er gengið fram er þetta ekki bara árás á sænsku þjóðina, þetta er árás á okkur öll,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór segir atburðina vera áminningu til Íslendinga um að vera ávallt á verði. „Öryggi borgaranna er afskaplega mikilvægt svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Án þess að gera neitt mikið úr því, er alltaf mikilvægt að það sé viðbúnaður til staðar,“ segir Guðlaugur. Vissulega sé viðbúnaður til staðar. „En það er alveg ljóst að þetta er mikil ógn og við þurfum að meta það hvort það sem við erum með í dag sé nægjanlegt,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira